Tjarnargata 16, Siglufjörður


TegundAtvinnuhúsnæði Stærð651.20 m2 15Herbergi 6Baðherbergi Sérinngangur

Húseign, tvær hæðir og ris, sem stendur við sjávarbakkann á Siglufirði.  Húsið er steypt og járnklætt að utan, málað og vel við haldið. Það stendur á 1904 fm hornlóð á mótum Aðalgötu og Tjarnargötu. Lóðin er öll malbikuð en undir malbiki er steypt plata eða sökkul sem er framhald af núverandi byggingu út að Tjarnargötu. Einnig mætti byggja við húsið til norðurs en þar er einnig nóg pláss á lóðinni. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá er eigninni skipt upp í fjóra matshluta þ.e. eining 01-01 sem er jarðhæð sögð 309,4 fm sem nú er stórt geymsluhúsnæði og einnig er þar sér íbúðaraðstaða, eining 02-01 skráð sem 150,4 fm skrifstofur á 2. og 3. hæð en sem nú eru herbergi ásamt snyrtingum, geymslum og sal á 3. hæð, eining 02-02 sem er skráð sem 89,8 fm íbúð A ásamt 68,1 fm í risi sem ekki er tekið inn í heildarstærð og eining 02-03 sem er skráð sem 101,6 fm íbúð B ásamt 76,9 fm hlut í 3. hæð sem ekki er tekinn inn í heildarstærð. Í viðbót við þá hluta af 3. hæð sem áður eru taldir ( 68,1 fm + 76,9 ) og ekki eru teknir með í stærðartölum eru stærðir yfir lokuð rými ( 7,1 + 8 ) einnig undanskilin. Ef allt er tekið með ætti heildarstærð hússins að vera skráð sem 811,3 fm þ.e. jarðhæð 309,4, önnur hæð 309,4 og rishæð 192,5, sem gerir 811,3 fm.

Húsið er í dag nýtt til útleigu og hentar vel til slíks. Á jarðhæðinni má geyma bíla, báta eða húsbúnað en þar er einnig íbúð með sér inngangi sem hægt væri að leigja. Á annarri hæðinni eru tvær rúmgóðar þriggja herbergja íbúðir með aðkomu frá austurgafli hússins og einnig 5 herbergi með snyrtingum og eldhúsaðstöðu með aðkomu frá norðurhlið hússins. Á rishæð er stór og góður salur sem leigður er fyrir samkomur og einnig fyrir stóra hópa svo sem íþróttafélög en einnig er þar minni salur með aðkomu frá norðuhlið sem leigja mætti minni hóp eða fjölskyldu. Ef húsið væri fullnýtt á annatíma mætti taka þarna leigu milli hundrað til tvö hundruð þúsund á sólarhring. Þetta er eign með mikla tekjumöguleika ef eftirspurn skapast eins og spáð er. Einnig eru tækifæri til að nýta lóðina betur en gert er.

í vinnslu