Kvíslartunga 48, Mosfellsbær


TegundTví/Þrí/Fjórbýli Stærð60.40 m2 2Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Borgir s. 588-2030 kynna:
Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýli. 
Sérinngangur. Engin sameign er innanhúss. Íbúðin snýr öll út að suður garði. Garðurinn liggur að opnu svæði á vesturbakka Köldukvíslar. Beint austur af garðinum er göngubrú yfir Köldukvíslina. Leyfi er fyrir því að byggja sérverönd úti í garðinum fyrir framan íbúðina. Veröndin myndi þá aðeins tilheyra íbúðinni og vísa í suður.

Íbúðin er:  Anddyri  opið í hol. Á hægri hönd frá holi er  baðherbergi/þvottahús í sama rými. Hinu megin er  svefnherbergi með glugga í suður. Frá holi er síðan gegnt í stofu en innaf stofu er  opið eldhús og við hliðina á því geymsla . Steyptur veggur (burðarveggur) er á milli svefnherbergis og stofu. Stofan er með hornglugga og frá stofu verður útgegnt í garð eða út á verönd ef byggð.

Íbúðin skilast eins og hún er í dag - fullbúin án gólfefn.
Íbúðin er í útleigu eins og er.

Upplýsingar veitir Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is

í vinnslu