Valhúsabraut 13, Seltjarnarnes


TegundTví/Þrí/Fjórbýli Stærð63.20 m2 2Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Borgir s. 588-2030 kynna vel skipulagða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli. Kyrrlát staðsetning í göngufæri við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi. Pallur tilheyrir íbúðinni. Fallegur garður. Sérinngangur. Gæludýr leyfileg. Fæst afhent með stuttum fyrirvara.

Lýsing íbúðar:
Komið er í rúmgott hol, þar er parket á gólfum.
Fyrst til vinstri er eldhús með hvítum skápum og ljósri borðplötu. Ljósar flísar eru á gólfum. Inn af eldhúsi er geymsla og þvottahús.
Inn til hægri frá holi er baðherbergi með hvítum flísum og baðkari með sturtu.
Því næst er komið inn í rúmgott svefnherbergi.
Pláss er fyrir hirslur í holi.
Gegnt holi er björt og góð stofa með stórum suður og vestur gluggum út í garð og hurð út á pall sem vísar í suður. Garðurinn er fallegur með glæsilegu gullregn-tréi í horni hans.
Falleg íbúð. Ljóst parket er í herbergi, holi og stofu. Hvítar flísar á baðherbergi og ljósar flísar í eldhúsi.
Varmaskiptir er í húsinu svo lítil hætta er af heita vatninu.
Eignin getur fengist afhent með stuttum fyrirvara í samkomulagi við eigendur.
Verið er að laga þak. Það viðhald sem liggur fyrir eru viðgerðir á svölum og blettun á klæðningu. Seljendur hafa verðlagt íbúðina með það í huga og eru tilbúnir að veita afslátt á verði í samræmi við það.

Nánari upplýsingar veitir Ægir s. 896-8030 eða aegir@borgir.is

í vinnslu