Kvíslartunga 48, 270 Mosfellsbær

2 Herbergja, 60.40 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:35.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna: Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýli.  Sérinngangur. Engin sameign er innanhúss. Íbúðin snýr öll út að suður garði. Garðurinn liggur að opnu svæði á vesturbakka Köldukvíslar. Beint austur af garðinum er göngubrú yfir Köldukvíslina. Leyfi er fyrir því að byggja sérverönd úti í garðinum fyrir framan íbúðina. Veröndin myndi þá aðeins tilheyra íbúðinni og vísa í suður. Íbúðin er:  Anddyri  opið í hol. Á hægri hönd frá holi er  baðherbergi/þvottahús í sama rými. Hinu megin er  svefnherbergi með glugga í suður. Frá holi er síðan gegnt í stofu en innaf stofu er  opið eldhús og við hliðina á því geymsla . Steyptur veggur (burðarveggur) er á milli svefnherbergis og stofu. Stofan er með hornglugga og frá stofu verður útgegnt í garð eða út á verönd ef byggð. Íbúðin skilast eins og hún er í dag - fullbúin án ...

Álalækur 17, íbúð 301 , 800 Selfoss

2 Herbergja, 62.80 m2 Fjölbýlishús, Verð:26.900.000 KR.

Borgir s. 588-2030 og ÞG Verk kynna: Glæsilegar íbúðir í nýbyggingu að Álalæk 17 Selfossi. Íbúðirnar í húsinu eru 23 talsins. Þær eru á verðbilinu frá 25 milljónum til 42.9 milljóna króna. Stærð íbúða er frá 62.4 fm. upp í 122 fm. og ýmist með svölum eða sérafnotareit með palli. Þvottahús er í öllum íbúðum, ýmist afmarkað eða sem hluti af baðherbergi. Geymslur eru á jarðhæð. Skoðaðu allar íbúðirnar á www.tgverk.is/alalaekur-17. Íbúðum fylgir helluborð, blástursofn með kjöthitamæli, háfur, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Íbúðir afhendast með gólfefni á rýmum. Fataskápar eru í herbergjum. Húsið er klætt að utan með vönduðum ál- og tréklæðingum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Innréttingar fylgja þar sem á við og eru þær af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiddar af Nobilia í Þýskalandi samkvæmt ítrustu gæðakröfum. Það skiptir máli hver byggir fyrir þig. Meginmarkmið ÞG Verks er að skila góðu verki og eiga ...

Seilugrandi 7, 107 Reykjavík

3 Herbergja, 83.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:41.200.000 KR.

Borgir Fasteignasala s. 588-2030 kynna:  Góða þriggja herbergja íbúð á annari hæð í 10 íbúða fjölbýli. Stæði í bílageymsluhúsi fylgir. Tvennar svalir. íBÚÐIN FÆST Í SKIPTUM FYRIR FJÖGURRA HERBERGJA ÍBÚÐ Í NÁGRENNINU - HELST MEÐ NÝLEGUM INNRÉTINGUM. Fyrst er komið í hol flísalagt með hvítum flísum, fataskápur. Síðan á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúðina er svefnherbergja gangur með tveim svefnherbergjum með glugga í norður og baðherberbergi milli herbergjanna. Minna herbergið er með skáp og þar korkur á gólfi. Baðherbergið er flísalagt með innréttingu, sturtuaðstaða, gluggi á baðherbergi. Stærra herbergið er með skáp, korkur á gólfi en frá því herbergi er gengið út á norður svalir. Holið opnast inn í stofu en fyrst til vinstri er eldhúsið. Það er með viðarlituðum innréttingum,korkur á gólfi, gluggi í norður. Fyrir framan eldhúsið er borðstofuaðastaða og þar gluggi í austur. Stofan er björt flísalögð og frá henni er gengið út ...

Guðrúnargata 3, 105 Reykjavík

3 Herbergja, 69.40 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:29.500.000 KR.

Borgir Fasteignasala s. 588-2030 kynnir: Tveggja til þriggja herbergja íbúð í kjallara í þríbýli. Vinsæl staðseting í Norðurmýrinni, stutt í alla þjónustu og í miðbæinn. Íbúðin er: Komið er inn í hol þaðan sem gengið er í vistaverur. Fyrst er rúmgóð stofa með glugga út í garð (suður). Gólf flísalagt. Síðan er stórt svefnherbergi með hornglugga út í garðinn. Eldhúsið er frekar lítið með glugga og eldri innréttingu. Innaf eldhúsi er lítið herbergi sem hentar sem vinnuherbergi eða svefnaðstaða. Baðherbergið er frammi á gangi og gengið í það frá sameign. Þar flísalagt gólf og sturtuaðastaða. Gluggar á baðherbergi. Frammi við hliðina á íbúðinni er sameigninlegt þvottahús - hver með sína vél. Sér geymsla undir stiga við hliðina á inngangi. Sér mælir fyrir hita og rafmagn. Engin hússjóður. Nánari upplýsingar veitir Ægir s. 588-2030 eða aegir@borgir.is

Strandvegur 26, 210 Garðabær

5 Herbergja, 121.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:57.000.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna fallega 4gra til 5 herbergja íbúð á 1. hæð lyftuhúsi. Skjólsæl verönd garðmegini sem vísar í suður en götumegin er ibúðin hálfa hæð upp. Sérmerkt stæði í bílahúsi. Lysing íbúðar: Fyrst er gengið inn í opið rými þaðan sem gengið er í allar vistarverur. Þar eru forstofuskápar. Opna rýmið skiptist í stofu og rúmgóðan stofukrók þaðan sem gengið er út á skjólsælan pall sem vísar í suður. Pallurinn er afmarkaður með runna.  Stofan sjálf er með stórum gluggum sem vísa í norður en nýtur einnig sólar úr sunnan átt frá borðstofukróknum. Frá stofu er gengið inn í eldhús með góðu skápaplássi. Eldhússkápar úr ljósum við með grárri borðplötu og pláss fyrir lítið eldhúsborð. Inn af eldhúsi er gengið inn í þvottahús sem hægt er að hafa hillur. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi. Þar af tvö stór með góðum ljósum skápum. Þriðja herbergið er ...

Suðurbraut 28, 220 Hafnarfjörður

4 Herbergja, 100.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:41.300.000 KR.

Borgir Fasteignasala s. 588-2030 kynnir: Virkilega vel skipulögð 4gra herbergja íbúð á annari hæð með suð-vestur svölum. Frábær fyrir fjölskyldufólk þar sem er stutt í leikvöll sem hægt er að komast á án þess að fara yfir umferðargötu. Lýsing íbúðar: Fyrst er gengið inn í opið rými þaðan sem gengið er inn í allar vistarverur. Til vinstri er gengið í eldhús með dökkum skápum og ljósri borðplötu. Ljósar flísar á gólfi og pláss fyrir borðkrók. Gengt inngangi er komið í stóra opna stofu með stórum glugga sem vísar í suð-vestur. Gengið er út á svalirnar úr stofunni. Stofan  er opin inn í hol þar sem er nóg pláss fyrir borðstofuborð eða sjónvarpskrók. Inn af króknum er gengið inn í svefnherbergin. Þau eru öll með skápum. Við hlið hjónaherbergisins er baðherbergi með ljósum flísum á gólfi og hvítum flísum við bað. Þar er baðkar með sturtu og vaskaskápur. Við hlið ...

Keilugrandi 10, 107 Reykjavík

3 Herbergja, 108.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:41.900.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna:  Þriggja herbergja enda-íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Aðeins stigi upp hálfa hæð frá andyri ( gengið er niður stiga á 1.hæðina sem er jarðhæð og snýr út í garð). Íbúðin er: Frá stigapalli er komið inn í flísalagt hol. Fyrst á vinstri hönd á norðurhlið hússins er svefnálman. Þar eitt barnaherbergi með skápum og parket á gólfi. Milli herbergjanna er gott baðherbergi flísalagt með innréttingu, baðkari og yfir því er gluggi. Hjónaherbergið er rúmgott með skápum, parketlagt og þaðan gengið út á svalir í norður. Eldhúsið er aflokað innaf borðstofu með glugga í norður. Viðarlitaðar innréttingar. Dúkur á gólfi. Stofan sjálf er með gluggum í suður og þar gengið út á suður svalir. Eldra teppi á gólfi. Á jarðhæð er svo sér geymsla og góður skápur í andyri á jarðhæð. Einnig er sameigninlegt þvottahús á jarðhæðinni. Ganga þarf smá spöl yfir að bílageymsluhúsi sem er ...

Valhúsabraut 13, 170 Seltjarnarnes

2 Herbergja, 63.20 m2 Tví/Þrí/Fjórbýli, Verð:33.900.000 KR.

Borgir s. 588-2030 kynna vel skipulagða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli. Kyrrlát staðsetning í göngufæri við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi. Pallur tilheyrir íbúðinni. Fallegur garður. Sérinngangur. Gæludýr leyfileg. Fæst afhent með stuttum fyrirvara. Lýsing íbúðar: Komið er í rúmgott hol, þar er parket á gólfum. Fyrst til vinstri er eldhús með hvítum skápum og ljósri borðplötu. Ljósar flísar eru á gólfum. Inn af eldhúsi er geymsla og þvottahús. Inn til hægri frá holi er baðherbergi með hvítum flísum og baðkari með sturtu. Því næst er komið inn í rúmgott svefnherbergi. Pláss er fyrir hirslur í holi. Gegnt holi er björt og góð stofa með stórum suður og vestur gluggum út í garð og hurð út á pall sem vísar í suður. Garðurinn er fallegur með glæsilegu gullregn-tréi í horni hans. Falleg íbúð. Ljóst parket er í herbergi, holi og stofu. Hvítar flísar á baðherbergi og ljósar flísar ...

Snorrabraut 36, 101 Reykjavík

3 Herbergja, 64.70 m2 Fjölbýlishús, Verð:36.500.000 KR.

Borgir sími 588-2030 kynna: Góða þriggja herbergja íbúð á annari hæð. Húsið er hornhús við Grettisgötu. Inngangur frá Snorrabraut. Stigagangur er snyrtilegur og rúmgóður. Þrjár íbúðir á hæð. Sameiginlegt þvottahús í kjallara og þar geymsla. Lýsing íbúðar:  Komið er inn í hol þaðan sem gengið er í allar vistaverur. Fyrst er eldhús langt en mjótt, flísalagt með dökkum eldri innréttingum sem líta vel út. Síðan er rúmgott svernherberbergi sem snýr út í garð. Skápur í herberginu. Fyrir enda hols milli hjónaherbergis og stofu er  baðherbergi flísalagt með baðkari. Stofan er björt og góð með gluggum í austur. Við hlið stofu er svo minna svefnherbergið. Gólfefni eru flísar á baði og eldhúsi og plastparket á öðru. Snyrtileg íbúð. Nánari upplýsingar veitir Ægir s. 558-2030 eða aegir@borgir.is og Ólafur s. 662-2535 eða olafur@borgir.is