Auðbrekka 16, 200 Kópavogur
74.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
123 m2
74.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1967
Brunabótamat
55.450.000
Fasteignamat
76.800.000

Borgir  fasteignasala kynnir eignina Auðbrekka 16, 200 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 03-01, fastanúmer 205-8791 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eigendur skoða skipti á eign á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í nágrenni.

Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR: Birt stærð 123.4 fm. - Svalir 5.2fm
Björt og nýtískuleg 3ja herbergja íbúð á efstu hæð á frábærum útsýnisstað í Kópavogi. 

Nánari upplýsingar veitir Bjarklind Þór lgf, í síma 6905123, tölvupóstur [email protected].
Söluyfirlit


Nánari lýsing: Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús
Húsið skiptist í 3 hæðir, verslunarhúsnæði á fyrstu hæð, iðnaðarhúsnæði á annarri hæð og svo íbúðarhúsnæði á þriðju hæð.
Sameiginlegur inngangur er með fyrstu og annarri hæð en gengið er upp steyptar tröppur á þriðju hæð, fataskápur og fatahengi er á rúmgóðum stigapalli.
Þaðan er svo gengið í íbúðina sem er mjög björt og skemmtileg með dásemdar útsýni yfir fossvogsdal.
Eldhús var sett upp árið 2017, haft opið með skemmtilegu barborði, innréttingu frá Ikea, nýjum tækjum úr Ormsson setrinu og bæði veggir og borðplata úr Mortex. Pláss er fyrir tvöfalldan ísskáp en hugsanlega getur ísskápur fylgt. Tengi er fyrir uppþvottavél. Flott barborð 
Rúmgott búr með hillum er við hlið eldhússins en þar er skemmtilega hönnuð old style barn rennihurð 
Barborð, borðstofuborð og rennihurð í búr á eldhúsi er í stíl, unnið úr sama viðarefninu.
Hjónaherbergið, er parketlagt og er með góðum fataskáp. útgengt er á suðursvalir úr herberginu
Barnaherbergi er parketlagt, er mjög rúmgott með góðum opnum fataskáp
Stofan er parketlögð mjög rúmgóð, björt og opin með stórkostlegu útsýni yfir fossvoginn.
Baðherbergi og þvottahús er í sameiginlegu rými, endurnýjað 2023  með nýjum flísum í hólf og gólf, stór sturtuklefi með glerhurð, upphengt salerni og ný rúmgóð baðinnrétting, Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.

Eignin er staðsett í iðnaðarbyggð sem er að breytast í íbúðabyggð 
Göngufæri við Hamraborg, skóla, leikskóla, sundlaug og alla helstu verslun og þjónustu.
Stutt í útivist í Kópavogsdalinn
 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.