Opið hús: 09. október 2024 kl. 17:30 til 18:00.Opið hús að Mosagötu 11, Garðabæ, íbúð á jarðhæð (01-02) miðvikudaginn 9. okt. frá klukkan 17.30 til 18.00. Heiða s. 699-2228 tekur á móti ykkur og sýnir.
Borgir s. 588-2030 kynna:
Falleg íbúð á jarðhæð. Útgegnt á verönd.
22 fm sérafnotareitur.
Gatan er botnlangi, engin gegnum umferð.
Auðvelt að hafa hurð út á verönd sem sér inngang fyrir íbúðina.
Mjög snyrtilega sameign.
Komið er fyrst í mjög rúmgott hol, forstofuskápur við innganginn.
Holið hugsað sem sjónvarpshol.
Baðherbergi flísalagt með sturtu aðstöðu og þar tengt fyrir þvottavél og þurkara.
Frá holi er gegnt í minna svefnherbergið sem er bjart með fataskáp.
Eldhúsið er opið í stofu.
Hvítir og ljósviðar-litir á innréttingum í eldhúsi.
Stofan er björt og þar útgegnt á verönd í suður.
Stærra svefnherbegið er með góðum skápum gluggi i suður, viðar klæðning á vegg.
Gólfefni eru ljóst plast parket og flísar.
Ser geymsla frammi í sameigninni.
Sameiginleg hjólageymsla.
Nánari upplýsingar veita Ægir s. 896-8030 eða [email protected] og Heiða s. 699-2228 eða [email protected]Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.