Borgir fasteignasala kynnir eignina Sogavegur 18, 108 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer
203-4413 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt stærð er 128.6 fm og skiptist eignin í: á neðri hæð forstofu, gang, gestasnyrting, hitakompu, þvottahús, eldhús, stofu, á efri hæð þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Nánari upplýsingar veita:
Hulda Rún Rúnarsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 7914748, tölvupóstur [email protected].
Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur
[email protected]Nánari lýsing neðri hæðar:Forstofa er flísalögð, með fataskáp.
Gangur er flísalagður.
Eldhús með hvítri innréttingu, ljósri borðplötu, span helluborði og flísar á gólfi.
Borðstofa er flísalögð með útgengi í sólstofu. Borðstofa er opin við stofu.
Stofa er parketlögð með aukinni lofthæð.
Sólstofa er óupphituð með útgengi út í afgirtan garð.
Gestasnyrting með flísum á gólfi, salerni, handlaug og opnanlegum glugga.
Þvottahús er flísalagt með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengt er að bílastæði.
Nánari lýsing efri hæðar:Hjónaherbergi er parketlagt, með opnum fataskáp. Bakvið fataskáp er geymslurými.
Barnaherbergin eru parketlögð.
Gangur er parketlagður, með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtu, salerni, ljósri innréttingu, handlaug og handklæðaofni.
Eignin hefur fengið gott viðhald. Skólplagnir hafa verið endurnýjaðar undir húsi og út í götu. Raflagnir hafa einnig verið endurnýjaðar og sett upp tengi fyrir hleðslustöð. Gluggar eru úr harðvið utan glugga í stofu og gestasnyrtingu. Norðvestur gluggi í stofu var endurnýjaður 2024.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, verslanir og þjónustu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.