Borgir fasteignasala kynnir eignina Hringbraut 74, 230 Reykjanesbær, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer
208-9301 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Fasteignamat 2025 verður 64.450.000
Eignin Hringbraut 74 er 4 herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýli í Keflavík.
Birt stærð 147.7 fm. þar af er íbúð á hæð 137,5m2 og geymsla í kjallara 10,2m2.
Bílskúrsréttur
Nánari upplýsingar veitir Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur [email protected].SKIPTI Á ÓDÝRARI EIGN KEMUR TIL GREINA
Nánari lýsing eignar:
Anddyri flísalagt, gestasalerni flísalagt með vegghendu salerni.
Þrjú
svefnherbergi með parketi. Eitt mjög rúmgott en opnað var á milli tveggja herbergja og auðvelt að breyta aftur í tvö þannig að möguleiki á 4 herbergjum.
Baðherbergi með baðkari, sturtuskilrúmi, vegghengdu salerni, nýlegri innréttingu. Flísalagt í hólf og gólf.
Mjög rúmgott
eldhús með góðri innréttingu. Uppþvottavél getur fylgt og pláss er fyrir tvöfaldann ísskáp. Flísar á gólfum.
Þvottahús er innaf eldhúsi mjög rúmgott með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gott hillupláss og opnanlegur gluggi.
Stofa er parketlögð með útgengi á baklóð, flísalögð verönd sem snýr í suðvestur.
Sér bílastæði fylgir íbúðinni.
Hús klætt að utan.
Geymsla í kjallara.
Góð, virkilega björt og vel skipulögð íbúð vel staðsett þar sem stutt í alla helstu þjónustu, verslanir, skóla, sundlaug og miðbæinn.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.