Borgir fasteignasala kynna hús á þrem hæðum með tveim samþykktum íbúðum á Bergþórugötu 37, Reykjavík
Sitt hvor eigandi er að íbúðunum tveim en húsið hefur verið í eign sömu fjölskyldu í áratugi.
Um er að ræða hús sem er allt í allt ca 243 fm að grunnfleti á þrem hæðum.
Eignaskiptasamningur er til um skiptingu hússins en gera þyrfti nýjan til að skipta eigninni rétt.
Ekki hefur verið búið í íbúðinni á 1. hæð í talsverðan tíma en íbúðin á 2. hæð er í útleigu.
Í kjallara voru leigð út herbergi en hann hefur verið tómur í talsverðan tíma.
Lýsing:
Komið er inn í sameiginlegan stigagang frá Bergþórugötu en frá kjallara er útgangur út á baklóð.
Frá stigapalli á 1. hæð er sér inngangur inn í gestaherbergi sem fylgir. Herbergið er ekki beintengt íbúðinni. Gluggi í suður þar.
1.hæð: Komið er í hol þaðan sem gengið er í allar vistaverur.
Fyrst til vinstri er baðherbergi með sturtuklefa, flísar, innrétting.
Síðan er hjónaherbergi rúmgott með skápum og þar gluggi í norður út í garðinn.
Við hliðina á hjónaherbergi er barnaherbergið einnig með glugga í suður.
Við enda hols er svo eldhús með gömlum innrétingum, þar gluggi í suður.
Eldhúsið er svo opið í góða stofu með gluggum í suður.
2. hæð:
Þar líka sér forstofuherbergi sem ekki er með inngang frá íbúðinni.
Íbúðin er öðruvísi skipulögð en á 1. hæð því eldhúsið hefur verið fært í miðjuherbergið.
Tvo góð svefnherbergi með skápum með gluggum í norður.
Eldhús með hvitum eldri innréttingum, gluggi í norður.
Stofan er aflokuð með glugga í suður út að Bergþórugötu.
Baðið er með sturtu, dúkur á gólfi, eldri innrétting.
Gólfefni á íbúðunum er yfirleitt eldra parket og eða dúkur.
Í kjallara eru tvö herbergi með háum kjallara gluggum í suður og eitt sem snýr út í garðinn í norður..
Frá holi i kjallara eru svo snyrting og tvær geymslur.
Eldri sturtuaðstaða frá þvottahúsi og þar einnig útgegnt í garð.
Stækka mætti skráðar stærðir íbúða ef gerður nýr eignaskiptasamningur.
Garðurinn er með grasflöt og þar er óskráður útiskúr fyrir garð áhöld.
Það væri því hægt að leigja út herbergin í kjallara ef aðstaðan þar niðri er endurnýjuð.
Nánari upplýsingar veitir Ægir Breiðfjörð í síma 896-8030, tölvupóstur [email protected]Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.